Kurt og Pí ehf. er alhliða arkitektastofa sem er rekin af stofnendum sínum, Ásmundi Hrafni Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárasyni. Stofan er stofnuð árið 2004 eftir nokkur samstarfsverkefni stofnendanna. Innan stofunnar er dýrmæt reynsla í fjölbreyttum verkefnum sem Ásmundur og Steinþór hafa unnið að, bæði hjá Kurt og Pí sem og hjá öðrum jafnt á Íslandi sem erlendis. Verkefni stofunnar eru margbreytileg að gerð og mælikvarða, allt frá litlum breytingum og endurgerðum eldri húsa til stærri opinberra bygginga.

Stofan hefur ávalt lagt áherslu á að vinna verkefnin í gegn, allt frá mælikvarða umhverfisins til smæstu útfærslna byggingarinnar, þar sem náið samband við og samvinna með notandanum leiðir vinnuna.
Kurtogpí nálgast hvert verkefni í þeirri trú að lausnin sé falin í umhverfinu, manngerðu, nátturulegu sem félagslegu. Hlutverk okkar er að draga lausnina fram í arkitektúr sem bæði undirstrikar umhverfið og talar við það og er í sterku sembandi við það og elur á tilfinningu og ábyrgð fyrir því.

Í Arkitektúr mótaður af umhverfi sínu og mótar það um leið. Í Arkitektúr sem er rammi utan um starfsemi og þróast í gegnum náið samband við notandann. Í Arkitektúr sem einkennist af notagildi og varanleika, en er um leið síbreytilegur og hefur svigrúm til að eldast og þroskast með eðlilegri notkun. Í Arkitektúr sem er flæðandi og virkar en býr til pláss fyrir þann sem nýtur hans, fyrir hans eigið ímyndunarafl og skynjun á byggingunni og umhverfi hennar, nær og fjær. Í Arkitektúr sem segir sögu…..

Staff
Contact

KURTOGPI

Óðinsgata 7
101 Reykjavík
Ísland

00 354 552 0252
info@kurtogpi.is